Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að hjartað dregst saman og dælir blóði.
Hjartað er gert úr fjórum hólfum, tveimur gáttum og tveimur sleglum. Hver hjartsláttur hefst með því að sjálfvirkar frumur í efri hægri hluta hægri gáttar mynda boðspennu. Þessar frumur mynda náttúrlegan gangráð hjartans, svokallaðan sínushnút (e. SA-node). Boðspennan færist hratt um gáttirnar sem d...
↧