Lítill munur er á merkingu orðanna hvílíkur og þvílíkur þegar þau eru notuð í merkingunni 'slíkur, þess konar' til þess að tjá undrun eða gremju: ,,þvílík/hvílík vitleysa“, ,,þvílíkur/hvílíkur asni“.
Hvílíkur úrslitaleikur og þvílík tilþrif hjá Götze!
Þvílíkur, eða fremur hvorugkynsmyndin þvílíkt, er notað nær eingöngu þegar sagt er: „ég hef aldrei heyrt þvílíkt og annað eins“. Þar er annaðhvort verið að lýsa mikilli furðu eða hneykslun eftir því hvert tilefnið er.
Orðið hvílíkur er n...
↧