Orðið kumpán(n), kumpáni, einnig ritað kompáni og í eldra máli kompán(n), merkir 'félagi, náungi, kunningi' og í eldra máli 'maki'. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um ritháttinn kompán frá miðri 16. öld sem bendir til að orðið geti verið eldra í málinu þar sem söfnun Orðabókarinnar hefst við 1540. Ef að er gáð koma báðir rithættirnir, -o- og -i- fyrir í fornu máli.
Kumpáni kemur úr latínu þar sem orðið þýðir orðrétt 'sá sem deilir brauði með öðrum'.
Orðið er tökuorð í íslensku. Þ...
↧