Helstu fjölmiðlar nútímans eru dagblöð, hljóðvarp, sjónvarp og veffréttamiðlar. Í okkar heimshluta tíðkast hvorki ríkisrekstur á dagblöðum né veffréttamiðlum (nema sem viðhengi við hefðbundinn útvarpsrekstur). Hér verður því samanburður á ríkisreknum og einkareknum miðlum einskorðaður við hljóðvarp og sjónvarp, sem í lögum er nefnt einu nafni útvarp en gengur oft í daglegu tali undir heitinu ljósvakamiðlar.
Útvarpssendingar til almennings hófust bæði austan hafs og vestan upp úr fyrri heimsst...
↧