Orðið dúkkulísa er eitt af þeim sem margir þekkja en lítið hafa komist á prent. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru aðeins þrjár heimildir og hin elsta þeirra úr bókinni Það rís úr djúpinu eftir Guðberg Bergsson frá 1976 (bls. 175). Þar stendur: ,,Framan á magann nældi hún með stórri öryggisnælu tvær dúkkulísur af haframjölspökkunum.
Aðeins yngra er dæmi úr Hvunndagshetju Auðar Haralds eða frá 1979 (bls. 23): ,,Mér fannst gagú að geta ekki [...] dreift í kringum mig áríðandi smámiðum án ...
↧