Orðið grue er ensk sögn sem þýðir ,,að skjálfa''. Sögnin er nokkuð gömul, en hún barst inn í ensku úr skandinavískum málum á 13. öld. Í dag er sögnin lítið notuð, en orðið lifir meðal annars í lýsingarorðinu gruesome, sem þýðir ,,hryllilegur'' á íslensku. Sem nafnorð hefur grue gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu áratugum hjá áhugamönnum um tölvur, því það er nafn á ljósfælnum skrímslum í tölvuleikjaseríunni Zork.Fyrsti Zork-leikurinn kom út árið 1980, áður en grafísk viðmót ruddu sér til rúms...
↧