Vetnisperoxíð (H2O2) er myndað úr einni peroxíðsameind (O22-) og tveimur vetnisatómum (sjá mynd).
Mynd 1. Vetnisperoxíð er myndað úr einni peroxíðsameind og tveimur vetnisatómum.
Vetnisperoxíð er þykkur litlaus vökvi sem leysist vel upp í vatni vegna þess hversu skautuð sameindin er. Það flokkast sem veik sýra og er með pH-gildi í kringum 6,2. Vetnisperoxíð brotnar auðveldlega niður í vatn og súrefni ef það er ekki geymt á köldum og myrkum stað. Niðurbrotshvarfinu má lýsa með eftirfarandi ...
↧