Allt vatn sem við drekkum er „upphaflega“ regnvatn. Megnið af regnvatninu hefur gufað upp úr sjónum á suðlægari breiddargráðum, borist inn yfir landið með lægðum, þést og fallið til jarðar. Þaðan streymir það aftur til sjávar eftir ýmsum leiðum og hin eilífa hringrás lokast.
Hve gamalt vatnið er í kalda krananum heima hjá þér fer eftir því hvar þú átt heima en örugglega er það yngra en 8-10 ára, og sennilega miklu yngra. Sums staðar eru vatnsból yfirborðsvatn og þá gæti vatnið verið sólarhrin...
↧